Þjónusta

MG Lögmenn veita alhliða lögfræðiþjónustu, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Lögmannsstofan leggur mikla áherslu á að veita persónulega og fagmannlega þjónustu með heiðarleika og trúnað að leiðarljósi. Rík áhersla er á að viðskiptavinir séu í nánum tengslum við lögmann stofunnar.

Okkar þjónusta

  • MG Lögmenn sérhæfa sig í innheimtu vanskilakrafna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Lögmaður stofunnar hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur haft yfirumsjón með innheimtum fyrir einstaklinga, banka, lífeyrissjóði og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum til fjölda ára. Unnið er með IL+ löginnheimtukerfi Creditinfo með beintengingu til að færa kröfur á vanskilaskrá.

    Lögmaður kemur að málum strax í upphafi innheimtu og sér um þau til enda. Beri nauðsyn til að fara með málið fyrir dómstóla þekkir lögmaðurinn því alla málavexti frá upphafi ferilsins.

    Áhersla er lögð á góð samskipti við skuldara til að gæta viðskiptavildar kröfuhafa en á sama tíma að fylgja hverju máli hratt og ákveðið eftir.

    MG Lögmenn sjá jafnframt um rekstur dómsmála, nauðungarsölu, aðfarargerðir og aðrar fullnustugerðir.

    Stofan tekur að sér mál á hvaða innheimtustigi sem er, allt eftir því hvað hentar hverjum viðskiptavini:

    • Fruminnheimta

    • Milliinnheimta

    • Löginnheimta

  • Hver sá, sem orðinn er fullra 18 ára eða hefur stofnað til hjúskapar, getur aldurs vegna ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá. Erfðaskrá er því aðeins gild, að sá, sem gerir hana, sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt.

    MG Lögmenn hafa mikla reynslu og þekkingu í gerð erfðaskráa svo og hinna ýmsu samninga er tengjast erfðamálum.

  • Ein stærsta fjárhagslega skuldbinding er margir undirgangast er kaup á fasteign og því mikilvægt að vanda til verka.

    MG Lögmenn hafa sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fasteignarétti og fasteignum. Við höfum tekið að okkur hagsmunagæsla vegna gallamála og annarra ágreiningsefna sem upp kunna að koma í fasteignaviðskiptum.

    Einnig sinnum við hagsmunagæslu fyrir jarð- og landeigendur.

    Á stofunni starfar lögmaður sem er löggiltur fasteignasali.

    Fyrir kaup og sölu á fasteignum bendum við á www.mgfasteignir.is

  • Hver sá, sem orðinn er fullra 18 ára eða hefur stofnað til hjúskapar, getur aldurs vegna ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá. Erfðaskrá er því aðeins gild, að sá, sem gerir hana, sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt.

    MG Lögmenn hafa mikla reynslu og þekkingu í gerð erfðaskráa svo og hinna ýmsu samninga er tengjast erfðamálum.

  • MG Lögmenn taka að sér innheimtu slysabóta tjónþola gegn tryggingafélögum, stjórnvöldum eða þeim öðrum sem bótaábyrgð kunna að bera.

    Við aðstoðum einnig við öflun læknisvottorða, gerð örorkumats og öll önnur gögn er kann.

  • Við aðstoðum við meðferð stjórnsýslumála, önnumst samskipti og gerum stjórnsýslukærur og kærur til umboðsmanns Alþingis.

  • Við andlát einstaklings verður til sjálfstæður lögaðili, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna. MG Lögmenn hafa mikla reynslu í hagsmunagæslu og að sjá um skipti á dánarbúum, hvort sem um er að ræða einkaskipti eða opinber skipti.

    Sé ákveðið að leita leyfis til einkaskipta sér stofan um allt sem því tilheyrir, leitar eftir leyfi hjá sýslumanni til einkaskipta og verður þar með umboðsmaður erfingja varðandi allt það sem tengist dánarbúinu. Stofan sér um sölu eigna ef með þarf og annast málefni búsins allt til skiptaloka.

    Við einkaskipti þarf að gæta þess að erfingjar taka að sér sjálfskuldarábyrgð, einn fyrir alla og allir fyrir einn, á öllum skuldbindingum búsins og gjöldum sem fylgja skiptum og arftöku. Á þetta jafnt við um skuldir sem kunnugt er um og þeim sem ókunnugt er um við andlát viðkomandi.

    Lögmaður stofunnar hefur verið skipaður skiptastjóri við mörg þrotabú.

    Við tökum jafnframt að okkur gerð kröfulýsingar í þrotabú.

  • Lögmaður stofunnar hefur verið skipaður bæði verjandi í sakamálum svo og réttargæslumaður brotaþola.

  • Gerð kaupmála getur tryggt stöðu einstaklings svo og komið í veg fyrir ágreining.

    MG Lögmenn hafa mikla reynslu í gerð kaupmála, fjárskiptasamninga, skiptum samkvæmt hjúskaparlögum svo og annarri aðstoð tengdri skilnaði og sambúðarslitum.

Um lögmenn er fjallað í lögum nr. 77/1998. Þar kemur fram að öllum lögmönnum er skylt að vera í Lögmannafélagi Íslands, skammstafað LMFÍ. Heimasíða félagsins er lmfi.is þar sem meðal annars má sjá um siðareglur lögmanna.

MG Lögmenn sækja um gjafsókn sé málið þess eðlis auk þess sem athugað er hvort málskostnaðartrygging þeirra sem hana hafa, geti komið að haldi.